Almennt: Skilmálar þessir taka til allrar notkunar Lónsins og þjónustu þess. Með því að nota Lónið samþykkir þú skilmála þessa.
Tilgangur: Lónið er vettvangur þar sem notendur geta deilt fræðsluefni, greinum, myndböndum, glærum og öðru námsefni sem þeir hafa leyfi til að dreifa. Tilgangur Lónsins er að auðvelda kennurum og fræðsluaðilum að deila efni, stuðla að samvinnu og efla menntun.
Aðgangur
- Notendur bera ábyrgð á upplýsingum sem þeir gefa upp við skráningu, að þær séu réttar, fullnægjandi og uppfærðar.
- Það er óheimilt að nota vefsvæðið í ólögmætum tilgangi eða í trássi við þessi skilyrði eða með þeim hætti sem getur valdið síðunni, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu eða öðrum aðilum tjóni.
Efni notenda Lóns / ábyrgð notenda
- Notendur bera fulla ábyrgð á efni sem þeir hlaða upp og að þeir hafi leyfi til að hlaða því upp.
- Notendur skulu tryggja að efni þeirra brjóti ekki í bága við lög, reglur, höfundarrétt eða öðrum réttindum þriðja aðila.
- Efni má ekki innihalda trúnaðargögn, ærumeiðingar, hatursáróður, mismunun eða efni sem telst ólögmætt.
- Með því að hlaða upp efni veitir notandi MMS? takmarkaða heimild til að birta og deila efninu á síðunni.
- Nema annað sé sérstaklega tekið fram er efni sem notendur hlaða upp deilt samkvæmt Creative commons leyfi CC BY-NC-SA 4.0 sem kveður m.a. á um að nafn höfundar skuli vera tilgreint, efni sé ekki miðlað áfram í hagnaðarskyni o.fl. Höfundur efnis heldur fullum höfundarétti á eigin efni.
- Notendur skulu virða þessi leyfisskilyrði og bera sjálfir ábyrgð á því að nota ekki efni annarra án leyfis eða heimilda.
Ábyrgð Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem rekstraraðila
- MMS ber ekki ábyrgð á efni sem notendur hlaða upp né ber MMS ábyrgð á notkun notenda á efni sem hér er birt.
- MMS áskilur sér rétt til að fjarlægja efni sem brýtur gegn þessum skilmálum, lögum eða gegn réttindum þriðja aðila.
- MMS er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem safnað er í tengslum við þjónustuna.
- Vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu MMS.
- Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila nema samkvæmt lagaskyldu eða með samþykki notanda.